Raheem Sterling hafnaði því að ganga í raðir Bayern Munchen í sumar. The Athletic segir frá.
Sterling er algjörlega úti í kuldanum á Stamford Bridge og reyndi Chelsea að losa sig við hann í sumar, en án árangurs.
Reynsluboltinn er með launahærri leikmönnum Chelsea og liggur ekki á að fara nema fyrir rétta skrefið. Hann var á láni hjá Arsenal á síðustu leikíð.
Vincent Kompany, stjóri Bayern, vildi bæta honum við hóp sinn seint í félagaskiptaglugganum í sumar en Sterling hafnaði því af fjölskylduástæðum. Konu hans og börnum líður vel í London.
Sem stendur er Sterling fastur hjá Chelsea, að minnsta kosti þar til í janúar.