Hansi Flick, stjóri Barcelona, telur að Lamine Yamal, leikmaður liðsins, muni vinna Gullboltann eftirsótta seinna meir.
Yamal var í öðru sæti á Ballon d’Or verðlaunahátíðinni eftirsóttu á dögunum, á eftir Ousmane Dembele hjá Paris Saint-Germain.
„Þetta mun bara drífa hann áfram, Lamine tók þessu á mjög jákvæðan hátt,“ segir Flick um valið.
Yamal er aðeins 18 ára gamall en er þegar á meðal bestu leikmanna heims.
„Það er alveg ljóst að hann færi fleiri möguleika til að vinna Ballon d’Or í framtíðinni,“ segir Flick enn fremur.