fbpx
Fimmtudagur 25.september 2025
433Sport

Segir að nýr leikmaður Liverpool hefði betur haldið sig í heimalandinu

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 25. september 2025 08:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl-Heinz Rummenigge, goðsögn og stjórnarmaður Bayern Munchen, viðurkennir að hann sjái eftir því að hafa ekki náð í Florian Wirtz og telur að þýski sóknarmaðurinn væri betur settur hjá Bayern en hjá Liverpool.

Wirtz gekk í raðir Liverpool síðastliðið sumar fyrir um 116 milljónir punda frá Bayer Leverkusen, en hefur ekki náð að festa sig almennilega í sessi. Hann hefur byrjað sex af sjö leikjum liðsins en aðeins lagt upp eitt mark. Spurningar hafa því vaknað um hvort hann hafi það sem til þarf í ensku úrvalsdeildinni.

Rummenigge er sannfærður um að staða Wirtz væri önnur ef hann hefði farið til Bayern í stað Liverpool.

„Ég verð að segja að mér finnst þetta leiðinlegt fyrir Florian Wirtz, því ég tel að hann væri betur settur hjá Bayern Munchen en Liverpool,“ segir hann.

Sumarið var svekkjandi fyrir Bayern á félagaskiptamarkaðnum og missti það af fleiri leikmönnum til annarra félaga. Þar á meðal var Nick Woltemade, nýr leikmaður Newcastle, sem hafði gengið frá samkomulagi við Bayern eftir viðræður við Vincent Kompany. Stuttgart hafnaði hins vegar öllum tilboðum frá Þjóðverjunum og steig Newcastle þá inn í.

„Við hefðum getað fengið Woltemade. En ég verð líka að segja að Bayern á ekki að borga hvað sem er. Ég hef alltaf sagt að við viljum ná árangri innan vallar, en með ábyrgum og traustum rekstri. Við erum með frábært lið,“ segir Rummenigge.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mainoo gerir þessa hluti til að reyna að komast aftur í náðina

Mainoo gerir þessa hluti til að reyna að komast aftur í náðina
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Furðuleg uppákoma á þekktum áfangastað Íslendinga vakti athygli

Furðuleg uppákoma á þekktum áfangastað Íslendinga vakti athygli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Liverpool og Arsenal fá skilaboð um að þau geti mögulega fengið Vini Jr

Liverpool og Arsenal fá skilaboð um að þau geti mögulega fengið Vini Jr
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gerir nýjan samning en tekur á sig verulega launalækkun

Gerir nýjan samning en tekur á sig verulega launalækkun
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Palmer tapaði baráttunni við rauðvínið

Palmer tapaði baráttunni við rauðvínið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Opinberar ótrúlegar kynlífsvenjur á hóteli í höfuðborginni – Starfsmaður á hótelinu aðstoðaði hann

Opinberar ótrúlegar kynlífsvenjur á hóteli í höfuðborginni – Starfsmaður á hótelinu aðstoðaði hann
433Sport
Í gær

Er þetta vandamál á Íslandi? – Ritstjórinn segir að ein skærasta stjarna heims fengi ekki traustið hér á landi

Er þetta vandamál á Íslandi? – Ritstjórinn segir að ein skærasta stjarna heims fengi ekki traustið hér á landi
433Sport
Í gær

Mourinho stórhuga og vill stjörnu sem spilaði fyrir hann í Madríd

Mourinho stórhuga og vill stjörnu sem spilaði fyrir hann í Madríd