Sævar Atli Magnússon var á skotskónum í 2-1 tapi Brann gegn Lille í Evrópudeildinni í kvöld. Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille.
Brann spilaði öflugan leik undir stjórn Freys Alexanderssonar en Oliver Giroud skoraði sigurmark Lille. Eggert Aron Guðmundsson kom inn sem varamaður hjá Brann.
Aston Villa vann sigur á Bologna á heimavelli í sömu keppni.
SVerrir Ingi Ingason mætti inn í byrjunarlið Panathinaikos gegn Young Boys og gríska liðið vann 1-4 sigur á útivelli. Sterkur sigur þar.