Karl-Heinz Rummenigge, áhrifamaður hjá Bayern München, hefur skotið fast á félögin Liverpool og Newcastle vegna sumarkaupa þeirra á þýskum leikmönnum úr þýsku deildinni og segir leikmennina betur hafa valið þýska stórliðið.
Liverpool greiddi 116 milljónir punda fyrir Florian Wirtz í sumar, þrátt fyrir mikinn áhuga Bayern þá valdi Wirtz Liverpool. Þá náði Newcastle að tryggja sér Nick Woltemade fyrir 65 milljónir punda, sem einnig var á óskalista Bæjara.
„Mér finnst virkilega leitt fyrir Florian Wirtz, því að mínu mati hefði hann verið miklu betur settur hjá Bayern en hjá Liverpool,“ sagði Rummenigge við Welt.
Hann bætti við um Woltemade: „Við gátum fengið hann, en ég verð líka að segja: FC Bayern ætti ekki að taka þátt í hverju einasta fjárhagslega brjálæði.“
Áhugavert er að Bayern keypti sjálft Luis Diaz frá Liverpool í sumar fyrir sömu upphæð og Newcastle borgaði fyrir Woltemade, 65 milljónir punda.
Rummenigge, sem áður gegndi starfi forstjóra félagsins og situr nú í ráðgjafarnefnd Bayern, hefur oft talað opinberlega um skynsemi í fjármálum félagsins og virðist ekki sáttur við verðstríðið sem nú hefur skapast um þýska leikmenn í ensku úrvalsdeildinni.