fbpx
Fimmtudagur 25.september 2025
433Sport

Enska stórliðið afar áhugasamt en verðmiðinn er hár

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 25. september 2025 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal hefur gríðarlegan áhuga á Kenan Yildiz, leikmanni Juventus, ef marka má fréttir frá Ítalíu.

Yildiz er aðeins tvítugur en hefur farið frábærlega af stað með Juventus á leiktíðinni, er með tvö mörk og fjórar stoðsendingar í aðeins fimm leikjum.

Hefur þetta vakið áhuga Arsenal á Tyrkjanum unga og er enska stórlðið sagt undirbúa rúmlega 50 milljóna punda tilboð, auk þess að senda Leandro Trossard í hina áttina.

Juventus metur leikmanninn þó mjög mikils og er líklegt að félagið vilji yfir 80 milljónir punda fyrir hann.

Enn fremur vill ítalska félagið halda Yildiz hjá sér í nokkur ár til viðbótar og er það sagt undirbúa nýtt og betra samningstilboð fyrir hann, en núgildandi samningur rennur ekki út fyrr en eftir tæp fjögur ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United og Liverpool bæði með augastað á öflugum miðverði

United og Liverpool bæði með augastað á öflugum miðverði
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Segir að nýr leikmaður Liverpool hefði betur haldið sig í heimalandinu

Segir að nýr leikmaður Liverpool hefði betur haldið sig í heimalandinu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fjórir úrvalsdeildarslagir í næstu umferð – Hákon heimsækir Grimsby

Fjórir úrvalsdeildarslagir í næstu umferð – Hákon heimsækir Grimsby
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Elías hélt hreinu í fyrstu umferð – Forest sótti stig til Spánar

Elías hélt hreinu í fyrstu umferð – Forest sótti stig til Spánar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Haaland í kapphlaupi við tímann

Haaland í kapphlaupi við tímann
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Færa fallbaráttuslaginn uppi á Skaga

Færa fallbaráttuslaginn uppi á Skaga