Reynsluboltinn Marko Arnautovic skoraði mark Rauðu Stjörnunnar frá Serbíu í 1-1 jafntefli gegn Celtic í Evrópudeildinni í gær. Aldrei hefur lengra liðið milli marka leikmanns í sögu keppninnar.
Arnautovic á að baki flottan feril með liðum eins og West Ham og Inter, en allt saman hófst þetta hjá Twente í Hollandi. Hann lék einmitt með liðinu í Evrópudeildinni, þá UEFA-bikarnum, tímabilið 2008-2009. Þá skoraði hann gegn Marseille, 19 ára gamall.
Það liðu 16 ár og 217 dagar á milli marksins og þess sem hann skoraði gegn Celtic í gær. Það er sem fyrr segir lengsti tími milli marka leikmanns í sögu keppninnar.
Arnautovic gekk í raðir Rauðu Stjörnunnar í sumar eftir góð ár á Ítalíu með Inter og Bologna.
16 – Crvena zvezda's Marko Arnautovic has scored 16 years and 217 days after his last UEFA Cup/Europa League goal as a 19-year-old for FC Twente v Marseille in February 2009 – the longest ever gap between goals scored by a player in the competition's history. Generation. pic.twitter.com/ZfahpxxWfi
— OptaJoe (@OptaJoe) September 24, 2025