Manchester United hefur boðið Amad Diallo alla þá aðstoð sem hann telur sig þurfa eftir árásir netverja um helgina.
Diallo hreinsaði samfélagsmiðla sína eftir helgina og virðist langt niðri eftir mikla gagnrýni.
Diallo var slakur í sigri liðsins á Chelsea og hegðun hans eftir leik var einnig ekki vinsæl.
Diallo tók mynd af sér með Alejandro Garnacho leikmanni Chelsea eftir leik og birti hana á samfélagsmiðlum.
Garnacho var seldur frá United í sumar og er ekki vinsæll á meðal stuðningsmanna.
Stuðningsmenn hjóluðu fast í Diallo sem ákvað að eyða öllu efni af bæði X-inu og af Instagram.