Manchester United mun aftur reyna við Carlos Baleba, miðjumann Brighton, í janúar og vill leikmaðurinn fara.
Football Insider segir frá þessu, en United reyndi við Baleba í sumar. Mun bæði félagið og leikmaðurinn reyna að fá þau í gegn í janúar.
Hinn 21 árs gamli Baleba er ósáttur við að hafa ekki fengið að fara frá Brighton í sumar og ku það hafa haft áhrif á frammistöðu hans í upphafi móts.
Brighton vill þó 100 milljónir punda fyrir Kamerúnann og verður erfitt fyrir United að ganga að þeim verðmiða.