Jose Mourinho er sagður vilja stórstjörnuna Karim Benezema til Benfica.
Portúgalinn tók við sem stjóri Benfica á dögunum af Bruno Lage, sem var rekinn fyrir tap í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar gegn Qarabag frá Aserbaísjan.
Eins og Mourinho er von og vísa er hann stórhuga og vill hann sækja Benzema, sem hann starfaði auðvitað með hjá Real Madrid á árum áður.
Benzema er á sínu þriðja tímabili með Al-Ittihad í Sádi-Arabíu, en verður hann samningslaus næsta sumar.
Ljóst er að Benfica getur ekki fengið hann fyrr en í fyrsta lagi í janúar, eða þá við lok samningsins.