Kobbie Mainoo reynir hvað hann getur að koma sér aftur inn í liðið hjá Ruben Amorim, stjóra Manchester United, þessa dagana.
Miðjumaðurinn ungi er ósáttur við hlutverk sitt hjá Amorim, en sem stendur hefur hann aðeins byrjað einn leik á tímabilinu, gegn Grimsby í tapi í deildarbikarnum.
Manchester Evening News segir að Mainoo sé að reyna að koma sér í náðina hjá Amorim og til þess er hann til að mynda að taka aukaæfingar á Carrington-æfingasvæðinu.
Þá skipti Mainoo um kokk heima hjá sér og réði einkaþjálfara sem hann starfaði með á meðan síðasta landsleikjaglugga stóð.
Mainoo var ungur kominn í hlutverk í aðalliði United undir stjórn Erik ten Hag en það sama hefur ekki verið uppi á tengningum eftir að Amorim tók við.