Bæði Liverpool og Arsenal hafa fengið þau skilaboð að framtíð Vinicius Junior hjá Real Madrid sé í lausu lofti.
Vini Jr hefur ekki náð samkomulagi við Real Madrid um nýjan samning og gæti 25 ára sóknarmaðurinn farið næsta sumar.
Enskir miðlar segja að Liverpool og Arsenal hafi fengið skilaboð í gegnum aðila tengda Vinicius Junior að hann gæti farið.
Vinicius Junior er landsliðsmaður frá Brasilíu og hefur átt góða tíma hjá Real Madrid en hefur mátt þola gagnrýni undanfarið.
Vinicius Junior hefur aðeins fallið í skugga Kylian Mbappe og vill hærri laun en Real Madrid hefur vilja bjóða honum.