Gylfi Þór Orrason verður að störfum fyrir evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, sem eftirlitsmaður í kvöld.
Nánar til tekið mun Gylfi starfa á leik Malmö frá Svíþjóð og Ludogorets Razgrad frá Búlgaríu, en hann er liður í Evrópudeildinni.
Leikurinn hefst klukkan 19 í kvöld að íslenskum tíma.