Liverpool er að hefja viðræður við Ryan Gravenberch miðjumann félagsins um nýjan og betri samning.
Talksport fjallar um málið en þetta eru fréttir sem stuðningsmenn Liverpool fagna.
Gravenberch hefur verið frábær undanfarið og verið einn allra besti leikmaður ensku meistaranna.
Gravenberch var keyptur til Liverpool af Jurgen Klopp en fann ekki alveg taktinn undir stjórn hans.
Eftir að Arne Slot tók við þjálfun liðsins hefur Gravenberch hins vegar verið frábær og vill Liverpool tryggja það að framtíð hans sé á Anfield.