Búið er að draga í 16-liða úrslit enska deildabikarsins, en 32-liða úrslitin kláruðust í kvöld.
Arsenal vann Port Vale í kvöld og tekur liðið á móti Brighton í næstu umferð. Nágrannar þeirra í Tottenham heimsækja þá Newcastle í stórleik.
Liverpool tekur á móti Crystal Palace og Wolves á móti Chelsea. Það er því nóg af úrvalsdeildarslögum.
Hákon Rafn Valdimarsson og hans félagar í Brentford heimsækja Grimsby, sem sló Manchester United eftirminnilega út í þarsíðustu umferð.
16-liða úrslit
Arsenal – Brighton
Grimsby – Brentford
Swansea – Manchester City
Newcastle – Tottenham
Wrexham – Cardiff
Liverpool – Crystal Palace
Wolves – Chelsea
Wycombe – Fulham