fbpx
Miðvikudagur 24.september 2025
433Sport

Er þetta vandamál á Íslandi? – Ritstjórinn segir að ein skærasta stjarna heims fengi ekki traustið hér á landi

433
Miðvikudaginn 24. september 2025 08:30

Lamine Yamal.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Besta deild karla er ekki beint þekkt fyrir að gefa ungum leikmönnum traustið og var komið inn á þetta í Innkastinu á Fótbolta.net.

Þar benti Valur Gunnarsson á að Heimir Guðjónsson þjálfari FH hafi talað um að hann væri að spila á ungum leikmönnum eftir jafntefli við Stjörnuna á dögunum.

„Heimir talar um að hann sé að byggja upp á ungum mönnum. Meðalaldurinn er 26 ára í liðinu. Hvað er ungur leikmaður á Íslandi?“ spurði Valur í þættinum.

Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, tók þá til máls. „Leikmenn eru ungir á Íslandi þangað til þeir verða 25 ára,“ sagði hann.

Telur Elvar að hér á Íslandi sé of mikið horft í að menn séu orðnir nógu gamlir og benti hann á að Lamine Yamal, einn besti leikmaður heims, væri 18 ára.

„Ef að Yamal væri að spila á Íslandi væri hann bara á bekknum. Manni finnst eins og það sé svolítið bara verið að velja kennitöluna,“ sagði Elvar, þó í gamansömum tón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir flækja málið að vera kallaður goðsögn

Segir flækja málið að vera kallaður goðsögn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Íslandsvinur öðlaðist heimsfrægð á afar umdeildan hátt

Íslandsvinur öðlaðist heimsfrægð á afar umdeildan hátt
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Krefjast þess að Ísrael verið hent úr keppni – Hóta því að taka fjármuni úr boltanum verði það ekki gert

Krefjast þess að Ísrael verið hent úr keppni – Hóta því að taka fjármuni úr boltanum verði það ekki gert
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ferdinand skilur ekki þessa áráttu hjá Amorim – Hefði hatað þetta sem leikmaður

Ferdinand skilur ekki þessa áráttu hjá Amorim – Hefði hatað þetta sem leikmaður
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Með alvarlegan heilaskaða eftir atvik um helgina – Er haldið sofandi og algjör óvissa um hvað gerist

Með alvarlegan heilaskaða eftir atvik um helgina – Er haldið sofandi og algjör óvissa um hvað gerist
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Áfall fyrir Arsenal – Madueke verður frá í nokkra mánuði

Áfall fyrir Arsenal – Madueke verður frá í nokkra mánuði
433Sport
Í gær

Vill fara frítt til Real Madrid næsta sumar

Vill fara frítt til Real Madrid næsta sumar
433Sport
Í gær

Moyes vill fá fyrrum bakvörð United sem er án félags

Moyes vill fá fyrrum bakvörð United sem er án félags