Everton er að reyna að semja við Sergio Reguilon vinstri bakvörð frá Spáni, sá er án félags og bíður eftir tækifæri.
Reguilon er 28 ára gamall en samningur hans við Tottenham rann út í sumar.
Reguilon er sagður vilja fara heim til Spánar en gott tilboð frá Everton gæti breytt hlutunum.
Vinstri bakvörðurinn hefur verið í nokkur ár hjá Tottenham en var einnig lánaður til Manchester United og Brentford.
David Moyes vill fá vinn vinstri bakvörð í lið sitt og er Reguilon einn sá kostur sem er skoðaður.