Ensk blöð segja að Chelsea sé farið að skoða það aftur að fá Mike Maignan markvörð AC Milan og getur félagið samið við hann í janúar.
Chelsea reyndi að kaupa Maignan frá Milan í sumar en tókst ekki að ná saman um kaupverðið.
Stuðningsmenn Chelsea hafa kallað eftir því að fá inn markvörð og Robert Sanchez lét reka sig af velli í tapi gegn Manchester United um helgina.
Maignan verður samningslaus næsta sumar og getur því Chelsea farið í viðræður við hann í janúar og samið við hann.
Maignan er þrítugur franskur markvörður sem hefur átt góða tíma hjá Milan áður en hann gæti nú verið á förum.