Valur og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deild karla í kvöld, dramatík var í leiknum þar sem Valur jafnaði í uppbótartíma.
Blikar komust yfir í síðari hálfleik þegar Markus Nakkim varnarmaður Vals braut klaufalega af sér og vítaspyrna réttilega dæmd.
Höskuldur Gunnlaugsson fór á punktinn og gerði enginn mistök. Allt stefndi í fyrsta sigur Blika í deildinni í tvo mánuði.
Það var hins vegar langt inn í uppbótartíma þar sem boltinn fór í hönd Valgeirs Valgeirssonar og vítaspyrna dæmd, Tryggvi Hrafn Haraldsson fór á punktinn og skoraði.
Með jafnteflinu heldur Valur sex stiga forskoti á Blika sem sitja í fjórða sætinu og aðeins fjórir leikir eftir.
Sigrinum er fagnað í Víkinni en Víkingur er nú komið með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir.