Real Madrid er sagt á eftir Jeremy Monga, 16 ára undrabarni Leicester á Englandi.
Monga er þrátt fyrir ungan aldur búinn að koma við sögu í fimm af sex leikjum Leicester í ensku B-deildinni. Hefur hann skorað eitt mark og lagt upp annað.
Real Madrid fylgist nú náið með honum, en fulltrúar félagsins telja hann henta fullkomlega í sitt kerfi.
Sjá þeir hann jafnvel sem langtímaarftaka Vinicius Junior úti á vinstri kantinum.