Marcus Rashford var bekkaður í leik Barcelona gegn Getafe í La Liga í gær þar sem hann mætti seint á liðsfund.
Þessu er haldið fram í spænskum miðlum, en Englendingurinn kom inn á í hálfleik og lagði upp mark í 0-3 sigri.
Það vakti athygli margra að Rashford skildi byrja á bekknum eftir að hafa skorað bæði mörk Börsunga í 0-2 sigri á Newcastle í Meistaradeildinni í vikunni.
Ástæðan er nú komin í ljós, Rashford mætti seint á fund daginn sem leikurinn við Getafe fór fram.
Hansi Flick stjóri Barcelona tekur hart á slíku og er Rashford alls ekki fyrsti leikmaðurinn sem er refsað. Hafa Inaki Pena, Jules Kounde og Raphinha hlotið sömu örlög.
Athygli vekur að Rashford er sagður aðeins hafa mætt tveimur mínútum og seint á umræddan fund.
Rashford gekk í raðir Barcelona í sumar á láni frá Manchester United.