Það var margt úr stórleik Arsenal og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær sem vakti athygli. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli.
Erling Haaland kom City yfir í fyrri hálfleik en Gabriel Martinelli jafnaði fyrir heimamenn í þeim síðar.
Fögnuður leikmanna Arsenal við það að jafna leikinn hefur vakið umtal, leikmenn fögnuðu ansi mikið.
Sérstaka athygli vakti spretturinn sem David Raya markvörður liðsins, hann hljóp yfir hálfan völlinn til að fagna.
Stuðningsmenn Arsenal hafa rætt þetta og hefðu viljað sjá meiri kraft í að koma boltanum á miðjuna og reyna að vinna leikinn.
Arsenal er fimm stigum á eftir toppliði Liverpool eftir jafnteflið.
Why didn’t Arsenal players grab the ball after their equaliser… 🤔
— Foden Out Of Context (@FodenOoc) September 22, 2025