Bróðir Alejandro Garnacho, Roberto Garnacho, hefur lent í orðaskaki við stuðningsmann Manchester United á samfélagsmiðlum eftir að Garnacho náði ekki að setja mark sitt á endurkomuna á Old Trafford með Chelsea.
Garnacho, 21 árs, yfirgaf United í sumar eftir að hafa lent í ónáð hjá knattspyrnustjóra liðsins, Rúben Amorim, og var hann í raun útskúfaður úr aðalliðshópnum áður en Chelsea keypti hann fyrir 40 milljónir punda.
Á laugardaginn sneri hann aftur á Old Trafford með nýja félaginu sínu, í von um að hjálpa Chelsea að vinna sinn fyrsta leik gegn United á útivelli síðan 2013. En þjálfari Chelsea, Enzo Maresca, ákvað að nota ekki Argentínumanninn, sem sat allan leikinn á varamannabekknum í 2-1 tapi gegn sínum gömlu félögum.
Garnacho fékk kaldar móttökurnar frá stuðningsmönnum United á meðan hann hitaði upp við hliðarlínuna og reiðin hefur nú einnig skilað sér á samfélagsmiðla. United-aðdáandi, birti skjáskot af samskiptum sínum við bróður leikmannsins, Roberto Garnacho, þar sem hún gerði grín að Chelsea og Garnacho:
„20. september? Já, takið þessu tapi helvítis furðufuglar.“
Roberto svaraði beint og sagði: „Þú ert 150 kíló, farðu í helvítis ræktina í stað þess að eyða tímanum í að skrifa mér skilaboð.“
Roberto Garnacho hefur áður verið umdeildur á samfélagsmiðlum meðan Alejandro lék með United og var meðal annars sakaður um að leka liðsupplýsingum til fjölmiðla, ásökun sem hann hefur alfarið hafnað.