fbpx
Mánudagur 22.september 2025
433Sport

Áhugaverðar sögusagnir frá Spáni segja United ætla að nota Mainoo sem beitu til að ná þessu skotmarki

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 22. september 2025 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttir frá Spáni segja að Manchester United renni hýru auga til, Federico Valverde, leikmanns Real Madrid næsta sumar.

Valverde er 27 ára gamall og hefur spilað stóra rullu fyrir Real Madrid í fjölda ára. United er sagt undirbúa gott tilboð í hann.

Getty

Á það að hljóða upp á 44 milljónir punda og miðjumanninn Kobbie Mainoo í hina áttina. Mainoo er ósáttur með stöðu sína hjá United og vildi fara burt á láni í sumar, en fékk ekki.

Það gæti reynst flókið fyrir United að fá Valverde, enda metur Real Madrid hans mikils og er hann algjörlega í áætlunum félagsins næstu árin.

Úrúgvæinn er samningsbundinn spænska stórliðinu til 2029.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tveir mikilvægir menn snúa aftur fyrir Amorim á morgun

Tveir mikilvægir menn snúa aftur fyrir Amorim á morgun