Það sauð allt upp úr þegar grannaslagur Tindastóls og Kormáks/Hvatar fór fram í undanúrslitum Fótbolta.net bikarsins í gær. Gestirnir frá Blönduósi og Hvammstanga fengu þrjú fjögur spjöld.
Leiknum var lýst í beinni textalýsingu á Fótbolta.net. Heimamenn í Tindastól leika í þriðju deild en Kormákur/Hvöt í deild fyrir ofan, heimamenn unnu 3-1 sigur.
Gestirnir fengu fjögur rauð spjöld frá Sveini Arnarsyni dómara leiksins. Eitt af rauðu spjöldunum fékk Dominic Louis Furness þjálfari Kormáks/Hvatar sem þjálfaði Tindastól á síðustu leiktíð. Mikill rígur er þarna á milli.
Á myndbandi má sjá hvernig gæslan hópast í kringum Svein Arnarson dómara eftir leik og reynir að vernda hannþ
„Hann er kominn í dómarann,“ heyrist á myndband af átökunum eftir leik en Matheus Bettio Gotler fékk rautt eftir leik. Ljóst er að Kormákur/Hvöt fær væna sekt frá KSÍ eftir leikinn.