Jóhann Skúli Jónsson, hlaðvarpsstjarna með meiru, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar í Íþróttavikunni á 433.is á föstudag. Þar var farið vel yfir lokasprettinn í Bestu deild karla.
Stjarnan er aðeins tveimur stigum frá toppsæti deildarinnar fyrir tvískiptingu eftir frábært gengi undanfarið. Liðið átti góðan félagaskiptaglugga í sumar og sótti meðal annars fyrrum leikmann Liverpool og Tottenham, eins og frægt er.
„Yfir 100 leikja Premier League leikmaðurinn Steven Caulker kom inn í þetta, það er eiginlega enginn að tala um að það gæti haft einhver áhrif,“ sagði Jóhann og hló.
Stjarnan varð síðast Íslandsmeistari 2014 eftir eftirminnilegan sigur á FH í hreinum úrslitaleik í Kaplakrika.
„Það er komið komið eitthvað 2014 væb. Eins og þegar þeir eru ömurlegir en kreista út 3 stig á móti KR í lokin. Þetta er farið að minna á þetta örlagaríka sumar. Ég er alveg með þá líklega,“ sagði Jóhann enn fremur.
Þátturinn í heild er í spilaranum.