Mikel Arteta, stjóri Arsenal,hefur innleitt er strangt verklag á leikdegi sem þó hefur reynst dýrt fyrir leikmenn félagsins, á sama tíma og það hefur orðið að góðri tekjulind fyrir leigubílstjóra í Norður-London.
Arteta hefur sett þá reglu að allir leikmenn þurfi að mæta á æfingasvæði Arsenal í London Colney fyrir bæði heimaleiki og útileiki ólíkt mörgum öðrum liðum í London eins og Chelsea, Tottenham og Crystal Palace, þar sem leikmenn fá að mæta beint á völlinn 2–3 klst. fyrir leik.
Reglan er hugsuð til að efla liðsheild og sameiginlega ábyrgð, með því að tryggja að allir leikmenn byrji leikdaginn saman.
Þetta hefur hins vegar orðið til þess að flestir leikmenn bóka sér einkaleigubílstjóra fyrir allan daginn. Þessir ökumenn skutla þeim fyrst á æfingasvæðið, sækja svo fjölskyldur leikmannanna heim og keyra þær á völlinn og loks aftur heim eftir leik.
Fyrir útileiki gilda sömu reglur: leikmenn mega ekki fara beint heim eftir leik heldur eru allir keyrðir aftur að æfingasvæðinu áður en þeir eru sóttir þar.
Samkvæmt heimildum enska blaðsins The Sunfrá einum leigubílstjóra sem oft vinnur með leikmönnum Arsenal, er daggjald fyrir slíka þjónustu á bilinu 700 til 1.000 pund sem samsvarar um 120.000 til 175.000 krónum á leikdegi.