Ef Alexander Isak átti einherja stuðningsmenn eftir hjá Newcastle, þá virðist umboðsmaður hans hafa hellt bensíni á glóðirnar með eftirminnilegri yfirlýsingu eftir að 125 milljóna punda skiptin hans til Liverpool gengu í gegn á lokadegi gluggans.
Vlado Lemic, áhrifamikill umboðsmaður Isak, lét til sín taka með stuttum skilaboðum sem margir telja vera skot í átt að forráðamönnum Newcastle.
„Það er gott að eiga einhvern að, en enn betra að vita við hvern maður þarf aldrei að tala aftur,“ sagði Lemic.
Yfirlýsingin var send til talkSPORT á sama degi og myndir birtust af brosandi Isak á æfingu með sænska landsliðinu. Þar sást hann í fyrsta sinn æfa með hópnum eftir að hafa neitað að æfa hjá Newcastle í þeirri viðleitni að knýja fram skiptin sín til Liverpool.
Isak flaug til Svíþjóðar í gær efitr að hafa skrifað undir hjá Liverpool og er mættur í verkefni með sænska landsliðinu.
Stuðningsmenn Newcastle eru margir hverjir ósáttir við hvernig málin þróuðust. Isak hafði áður verið vinsæll meðal aðdáenda á St. James’ Park, en félagaskiptin og aðgerðir hans í aðdragandanum hafa sett strik í þann reikning.