fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
433Sport

Þrír fyrrum stjórar United reknir á örfáum dögum

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. september 2025 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðast hvíla álög á fyrrum stjórum Manchester United en þrír af þeim hafa verið reknir á síðustu dögum. Erik ten Hag var rekinn frá Bayer Leverkusen í gær.

Brottrekstur Ten Hag vekur mikla athygli en hann tók við Leverkusen í sumar og hafði aðeins stýrt þremur leikjum.

Forráðamönnum Leverkusen leist hins vegar ekki vel á það hvað Ten Hag var að gera og ákváðu að taka ákvörðun strax.

Fyrir helgi var Jose Mourinho rekinn frá Fenerbache í Tyrklandi eftir að hafa mistekist að koma liðinu í Meistaradeildina.

Þá var Ole Gunnar Solskjær rekinn frá Besiktas eftir að hafa mistekist að koma liðinu í Evrópukeppni. Ljóst er að þeir munu reyna að finna sér nýtt starf á næstu mánuðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Arnars á föstudag – Hausverkur að velja markvörð

Líklegt byrjunarlið Arnars á föstudag – Hausverkur að velja markvörð
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

City staðfestir kaup á Donnarumma

City staðfestir kaup á Donnarumma
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Andar köldu í Beckham fjölskyldunni – Málefni helgarinnar vekja mikla athygli

Andar köldu í Beckham fjölskyldunni – Málefni helgarinnar vekja mikla athygli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Liverpool staðfestir komu Isak – Dýrasti leikmaður í sögu enska boltans

Liverpool staðfestir komu Isak – Dýrasti leikmaður í sögu enska boltans