Samkvæmt Daily Mail var það í reynd Jadon Sancho sem kom í veg fyrir það að Manchester United gæti keypt Emi Martinez frá Aston Villa.
United hafði áhuga á Martinez en endaði á kaupa Senne Lammens markvörð Antwerp í gær.
Daily Mail segir að Sancho hafi aðeins viljað fara á láni til Aston Villa en United vildi selja hann og Villa var tilbúið í það.
United á að hafa þurft að selja Sancho til að koma launapakka Martinez fyrir í regluverkinu í kringum fjármál.
United tókst ekki að sannfæra Sancho um það en hann var lánaður til Villa sem borgar 80 prósent af launum hans.