Manchester United lagði aldrei fram tilboð í Emi Martinez markvörð Aston Villa, félagið átti eitt símtal í Villa fyrr í sumar og spurðist fyrir um lán.
Athletic segir að Martinez hafi setið á æfingasvæði Villa í allan gærdag og beðið eftir símtali frá United.
Martinez spilaði ekki með Villa á sunnudag og taldi sig vera á leið til United. Senne Lammens var keyptur til United í gær.
Enskir miðlar segja að launapakki Martinez hafi verið ein ástæða þess að United hætti við, fór markvörðurinn frá Argentínu fram á laun í kringum 200 þúsund pund.
Martinez er 33 ára gamall en hann vildi ekki fara til Tyrklands í gær þegar Galatasaray sýndi því áhuga.
Martinez átti samtöl við Ruben Amorim stjóra United í sumar en hann taldi karakterinn henta United vel en ekkert varð að kaupunum.