Kveðjumyndband Marc Guehi varnarmanns Crystal Palace til félagsins hefur verið lekið út en hann ætlaði að fara til Liverpool í gær.
Oliver Glasner stjóri Crystal Palace hótaði því að segja upp störfum ef félagið myndi selja Guehi til Liverpool.
Guehi hélt að hann væri að fara til Liverpool eftir að hafa staðist læknisskoðun hjá félaignu í gær. Palace hætti hins vegar við á síðustu stundu að selja hann, félagið hann ekki mann til að fylla hans skarð.
Guehi fékk því skilaboð í gærkvöldi um að hann fengi ekki að fara, samningur hans við Palace rennur út næsta sumar.
Myndbandið er hér að neðan.
Marc Guehi’s farewell video to that had been recorded. pic.twitter.com/UXyvZR5Z9l
— The Anfield Buzz (@TheAnfieldBuzz) September 1, 2025