Alexander Isak sendi stuðningsmönnum Newcastle í dag skilaboð í kjölfar þess að hann var seldur til Liverpool á 130 milljónir punda í gær.
Sænski framherjinn gerði hvað hann gat til að komast frá Newcastle í allt sumar, fór í verkfall og kom skiptunum á endanum í gegn.
„Ég vil þakka liðsfélögum mínum, starfsfólkinu og fyrst og fremst borginni Newcastle og öllum ótrúlegu stuðningsmönnunum fyrir þrjú ógleymanleg ár,“ segir Isak, sem raðaði inn mörkum fyrir Newcastle.
„Við skrifuðum söguna og komum félaginu aftur þangað sem það á heima. Það hefur verið heiður að vera hluti af liðinu sem komst í Meistaradeildina og vann fyrsta titil okkar í meira en 70 ár.
Ég verð ævinlega þakklátur. Takk Newcastle.“