Marc Guehi varnarmaður og fyrirliði Crystal Palace er brjálaður út í félagið og telur það hafa svikið sig illa í gær þegar hann fékk ekki að fara til Liverpool.
Guehi hafði ekki verið með neitt vesen í allt sumar og vildi skilja við félagið í góðu. Palace samþykkt tilboð Liverpool í kauða í gær og gekkst hann undir læknisskoðun.
Þegar allt virtist vera að ganga í gegn ákvað Palace að hætta við söluna, félagið fann ekki arftaka Guehi.
Guehi er sagður ætla að senda frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann fer yfir málið og greinir frá ósætti sínu.
Guehi er enskur landsliðsmaður sem á nú aðeins 10 mánuði eftir af samningi sínum við Palace. Talið er líklegt að Liverpool reyni að klófesta hann í janúar.
Told that Marc Guehi is extremely unhappy after being denied a move to Liverpool at the last minute yesterday and feels he behaved correctly by continuing to play before Crystal Palace pulled the plug on a £35m deal. Understand that Guehi is planning to release a statement soon
— Ed Aarons (@ed_aarons) September 2, 2025