Í vikunni sem leið átti Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ fund með Alexander Ceferin forseta UEFA þar sem rædd voru ýmis hagsmunamál og framþróun íslenskrar knattspyrnu.
Málefni og staða þjóðarleikvangsins, Laugardalsvallar í Reykjavík, voru rædd sérstaklega, og fram kom að þrátt fyrir þau góðu skref sem þegar hefðu verið tekin með sjálfan leikflötinn.
Þá yrði uppbyggingin að halda áfram og að tryggja þyrfti sem fyrst að leikvangurinn – m.a. búningsklefar og önnur íþróttaleg aðstaða uppfylli alþjóðlega staðla.