Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson gerir sér að sjálfsögðu vonir um að standa í rammanum í fyrsta leik Íslands í undankeppni HM gegn Aserbaídsjan. Hann styður þó liðsfélaga sinn Hákon Rafn Valdimarsson ef hann verður fyrir valinu.
Hákon hefur verið aðalmarkvörður Íslands undanfarið en hann er varamarkvörður Brentford í ensku úrvalsdeildinni. Elías er á sama tíma orðinn aðalmarkvörður hjá Midtjylland, einu besta liði Danmerkur.
„Við gerum báðir tilkall. Við styðjum hvorn annan, sama hver spilar, það er bara svoleiðis. Við erum flottir félagar,“ sagði Elías við 433.is í dag.
Hann var spurður að því hvort þeir hafi fengið að vita hver verður í markinu. „Nei, það kemur bara í ljós.“
Hvað leikinn varðar er Elías bjartsýnn. Mikilvægt er fyrir íslenska liðið að vinna Aserbaísjan, en í riðlinum eru einnig Frakkland og Úkraína.
„Þetta leggst mjög vel í mig. Þetta er leikur sem við eigum að vinna til að gera möguleikana okkar í riðlinum sem besta,“ sagði Elías.
Ítarlegt viðtal er í spilaranum.