Eiður Smári Guðjohnsen var gestur í hlaðvarpinu Dr. Football fyrir helgi þar sem hann lék á alls oddi, Eiður var með margar skemmtilegar sögur í þættinum.
Eiður var beðinn um að segja sögu af vini sínum, Auðunni Blöndal. Var þessi fyrrum framherji Chelsea og Barcelona ekki lengi að hugsa.
„Við erum í New York, ég man ekki hvort við erum á leið til Las Vegas í einhverja svona strákaferð,“ sagði Eiður í Dr. Football.
@drfootballpodcastHey, Randy Jackson. Huge fan!♬ original sound – Dr.Football Podcast
Þegar þeir félagar eru í morgunmat labbar hinn vinsæli Randy Jackson inn í salinn en hann gerði garðinn frægan í American Idol sem dómari hér á árum áður.
„Við sitjum í morgunmat, ég er helferskur en hann grautþunnur. Svo labbar Randy Jackson dómari úr American Idol inn. Það er bara morgunmatur og þannig stemming, þá heyrist í mínum manni „Hey Randy Jackson, huge fan“,“ sagði Eiður og hélt áfram.
„Mig langaði að hverfa,“ sagði Eiður og hafði gaman af því að rifja upp þessa sögu.