Al-Nassr er byrjað að vinna í því að fá Casemiro miðjumann Manchester United til félagsins næsta sumar.
Segir í fréttum að liðið vilji fá Casemiro þegar samningur hans við Manchester United rennur út.
Casemiro er 33 ára gamall og átti frábær ár hjá Real Madrid áður en hann fór til United.
Hjá United hefur Casemiro eins og flestir leikmenn félagsins átt í nokkrum vandræðum.
Hann hefur verið orðaður við brottför síðustu átján mánuði en aldrei farið en samningur hans er á enda næsta sumar.