Ruben Amorim stjóri Manchester United hefur staðfest að bæði Mason Mount og Matehus Cunha séu klárir í slaginn gegn Chelsea um helgina.
Þeir félagar hafa verið meiddir undanfarið og misstu af leiknum gegn Manchester City um liðna helgi.
Cunha og Mount meiddust báðir í eina sigri tímabilsins sem kom gegn Burnley.
United tekur á móti Chelsea á Old Trafford á morgun þar sem mikið er í húfi fyrir Amorim til að halda starfinu.
Mount og Cunha byrjuðu báðir fyrstu þrjá leiki tímabilsins og gætu fengið traustið á morgun.
🚨🔙 Rúben Amorim confirms Matheus Cunha and Mason Mount are back and available against Chelsea. pic.twitter.com/9U0UXtHwme
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 19, 2025