Benfica hefur staðfest ráðningu José Mourinho sem nýs aðalþjálfara félagsins. Portúgalski stjórinn skrifar undir samning til tveggja ára, sem gildir út tímabilið.
Mourinho var án liðs eftir að hafa verið rekinn frá Fenerbache á dögunum, eftir að tyrkneska félagið mistókst að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu.
Benfica sagði upp samningi við Bruno Lage fyrr í vikunni og þá fóru orðrómar á flug um mögulegt endurkomu Mourinho í heimalandið.
Mourinho skaut á Fenerbache eftir að hafa skrifað undir.
„Ferill minn hefur verið frábær, ég hef þjálfað víða. Ég valdi rangt síðast, en sé ekki eftir því. Ég hefði ekki átt að fara til Fenerbahce en ég gaf allt þar til síðasta degi. Að þjálfa Benfica er að snúa aftur á mínar slóðir,“ sagði Mourinho
Hann bætti við: „Benfica hefur allt sem þarf til að verða meistari. Þeir hafa tapað tveimur stigum, og við munum líklega tapa fleirum en við byrjum upp á nýtt. Þetta er ekki loforð, heldur sannfæring. Við getum og eigum að gera það. Þetta er eitt stærsta félag í heimi.“