fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 19. september 2025 14:30

Maresca og Reece James.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enzo Maresca, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að Raheem Sterling og Axel Disasi, sem hafa verið útilokaðir frá aðalliðsæfingum félagsins, hafi það engu að síður mun betra en faðir hans sem starfaði sem sjómaður í hálfa öld.

Á blaðamannafundi á föstudag var Maresca spurður út í stöðuna á Sterling og Disasi, sem æfa nú hvor í sínu lagi á æfingasvæði Chelsea án þess að sjá fyrir sér endurkomu í hópinn.

Félag atvinnuknattspyrnumanna (PFA) hefur að sögn gripið inn í og krafist þess að leikmennirnir fái viðunandi aðstöðu til æfinga á meðan þeir bíða mögulegra félagaskipta í janúar.

Maresca svaraði spurningunni með skýru svari: „Faðir minn er 75 ára gamall og hefur unnið sem sjómaður í 50 ár, frá klukkan tvö um nóttina til tíu um morguninn,“ sagði stjórinn.

„Þetta er erfitt líf. Það að vera atvinnumaður í fótbolta er ekki erfitt líf.“

Sterling, sem er 30 ára, á enn tvö ár eftir af samningi sínum við Chelsea og er hæst launaði leikmaður félagsins með 53 milljónir króna í laun á viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fylgjast með hvort Chelsea brjóti á réttindum leikmanna

Fylgjast með hvort Chelsea brjóti á réttindum leikmanna
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Emil ræddi um vin sinn sem fékk ekki þá athygli sem hann átti skilið – „Góður strákur, hann er smá feimin og til baka“

Emil ræddi um vin sinn sem fékk ekki þá athygli sem hann átti skilið – „Góður strákur, hann er smá feimin og til baka“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Haaland tjáir sig um Grealish – Segist sakna hans á hverjum degi

Haaland tjáir sig um Grealish – Segist sakna hans á hverjum degi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu seinna mark Rashford í kvöld – Gjörsamlega geggjað skot

Sjáðu seinna mark Rashford í kvöld – Gjörsamlega geggjað skot
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Réttarhöldum vegna andláts Sala frestað – Vilja 17 milljarða í bætur

Réttarhöldum vegna andláts Sala frestað – Vilja 17 milljarða í bætur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Carragher veður í eigendur Chelsea og bendir á þessa hluti

Carragher veður í eigendur Chelsea og bendir á þessa hluti
433Sport
Í gær

Samningurinn fer senn að renna út – Áhugi frá heimalandinu og Ítalíu

Samningurinn fer senn að renna út – Áhugi frá heimalandinu og Ítalíu
433Sport
Í gær

Mögnuð tölfræði Van Dijk hjá Liverpool

Mögnuð tölfræði Van Dijk hjá Liverpool