fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 19. september 2025 22:00

Stuðningsmenn Víkings. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lokaumferð Bestu deildar kvenna fyrir skiptingu í efri og neðri hluta fer fram á morgun. Efstu sex liðin fara í efri hlutann eftir skiptingu á meðan neðstu fjögur liðin fara í neðri hlutann.

Breiðablik er efst í deildinni með 11 stiga forskot á FH. Ásamt þeim eru Þróttur R., Valur og Stjarnan búin að tryggja sitt sæti í efri hlutanum.

Hörð barátta er á milli Víkings R. og Þór/KA um síðasta sætið þar. Víkingur situr í 6. sæti deildarinnar með 22 stig, en Þór/KA er sæti neðar með 21 stig. Víkingur mætir FHL á morgun á meðan Þór/KA sækir Breiðablik heim.

FHL er nú þegar fallið niður um deild. Baráttan um hvaða lið fylgir þeim er hins vegar hörð. Tindastóll er í 9. sæti með 17 stig og Fram í 8. sæti með 18 stig.

Keppni í efri og neðri hluta deildarinnar hefst laugardaginn 27. september. Lokaumferð efri hlutans fer svo fram laugardaginn 18. október á meðan keppni í neðri hlutanum lýkur laugardaginn 11. október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið
433Sport
Í gær

Gleðifréttir fyrir Ruben Amorim

Gleðifréttir fyrir Ruben Amorim