Guðjón Pétur Lýðsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla til tveggja ára. Liðið leikur í 2. deild karla.
Meira hérna:
Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill
Guðjón ákvað á dögunum að hætta að spila fótbolta en hann lauk ferlinum með Haukum.
„Hann þarf vart að kynna fyrir Haukafólki. Guðjón Pétur lagði skóna á hilluna að loknu ný afstöðnu tímabili eftir glæstan feril, fjölda titla og 520 deildarleiki. Við væntum mikils af Guðjóni Pétri sem býr yfir gríðarlegri reynslu og ótrúlega smitandi ástríðu, eldmóð og metnaði! Það er óhætt að segja að strax ríkir mikil bjartsýni og stemmning á Ásvöllum með ráðningu Guðjóns Péturs til Knattspyrnufélagsins Hauka,“ segir á vef Hauka.