fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

433
Föstudaginn 19. september 2025 18:30

Guðjón Pétur Lýðsson. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Pétur Lýðsson tók í dag við sem þjálfari karlaliðs Hauka, sem leika í 2. deild. Liðið hefur verið þar síðan 2020 eftir mörg ár sem rótgróinn klúbbur í næstefstu deild.

Guðjón lagði skóna á hilluna á dögunum og ræddi hann að því tilefni við 433.is. Þess má geta að þá var hann ekki orðinn þjálfari Hauka. Hann var spurður að því meðal annars hvað honum hefur fundist vanta upp á á Ásvöllum.

„Ég gæti haldið langa ræðu um hvað mér finnst. Hver er saga félagins? Hvaða fyrirmyndir eru til staðar fyrir yngri iðkendur og hver er kúltúrinn? Það hefur kannski loðað við Hauka að handboltinn og karfan hafa verið drifkrafturinn í árangri. Fótboltinn kannski verið eftirbátur þar. Það vantar kannski bara eitthvað í DNA-ið sem er til staðar í öðrum deildum hjá Haukum,“ sagði hann.

„Það vantar kannski meira að básúna fyrirmyndunum sínum. Ég hef séð hjá öðrum klúbbum sem ég hef verið hjá að gömlu leikmönnunum er hampað og það er reynt að ýta undir þeirra vegferð og ímynd, sem smitar út úr sér til yngri iðkenda sem eru kannski komnir í atvinnumennsku eða landslið,“ sagði Guðjón en kom þó inn á að leikmenn úr kvennastarfi félagsins hafi verið áberandi.

Guðjón telur þó bjarta tíma framundan, meðal annars með komu nýs og glæsilegs knatthúss síðasta vetur.

„Ég held að það verði mikil bylting í knattspyrnustarfi Hauka á næstu árum. Þetta hús mun ýta undir fjölgun í yngri flokkum og jafnvel fá krakka sem fóru í FH aftur til baka. Það er bjart framundan ef það er haldið rétt á spöðunum en það er ekki húsið sem býr til leikmenn, heldur þjálfararnir og umhverfið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Emil ræddi um vin sinn sem fékk ekki þá athygli sem hann átti skilið – „Góður strákur, hann er smá feimin og til baka“

Emil ræddi um vin sinn sem fékk ekki þá athygli sem hann átti skilið – „Góður strákur, hann er smá feimin og til baka“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Goðsögn United ósátt með ákvörðun sumarsins – „Ég hafði aldrei heyrt um Lammens“

Goðsögn United ósátt með ákvörðun sumarsins – „Ég hafði aldrei heyrt um Lammens“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tungubrjótur í beinni útsendingu – Kallaði hann óvart hreinan svein

Tungubrjótur í beinni útsendingu – Kallaði hann óvart hreinan svein
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Áður óséð myndband frá Anfield – Aðstoðarmaður Simeone hrækti á stuðningsmann Liverpool

Áður óséð myndband frá Anfield – Aðstoðarmaður Simeone hrækti á stuðningsmann Liverpool