Barcelona er í leit að arftaka Robert Lewandowski og segja ítalskir miðlar að Dusan Vlahovic, framherji Juventus, sé á blaði.
Lewandowski er orðinn 37 ára gamall og forráðamenn Börsunga átta sig á að það kemur að því að fylla skarð stjörnunnar.
Vlahovic er ekki lengur fastamaður hjá Juventus og mátti fara fyrir rétt verð í sumar. Enginn kaupandi fannst hins vegar.
Það gæti því verið einfalt fyrir Barcelona að sækja hann næsta sumar. Atletico Madrid og Manchester United eru þó einnig sögð hafa augastað á honum.