Breiðablik mætir ŽFK Spartak Subotica frá Serbíu í annarri umferð forkeppni Evrópubikarsins.
Fyrri leikurinn er heimaleikur Breiðabliks og fer hann fram 7. eða 8. október. Seinni leikurinn fer svo fram 15. eða 16. október.
Um er að ræða nýja Evrópukeppni félagsliða kvennamegin. Er þetta keppnin fyrir neðan Meistaradeildina í styrkleika.