fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 19. september 2025 21:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sauð allt upp úr þegar grannaslagur Tindastóls og Kormáks/Hvatar fór fram í undanúrslitum Fótbolta.net bikarsins í kvöld. Gestirnir frá Blönduósi og Hvammstanga fengu þrjú rauð spjöld.

Leiknum var lýst í beinni textalýsingu á Fótbolta.net. Heimamenn í Tindastól leika í þriðju deild en Kormákur/Hvöt í deild fyrir ofan, heimamenn unnu 3-1 sigur.

Gestirnir fengu þrjú rauð spjöld frá Sveini Arnarsyni dómara leiksins. Eitt af rauðu spjöldunum fékk Dominic Louis Furness þjálfari Kormáks/Hvatar sem þjálfaði Tindastól á síðustu leiktíð. Mikill rígur er þarna á milli.

Í textalýsingu á Fótbolta.net segir að dómarar leiksins hafi þurft mikla gæslu í kringum sig eftir leik. „Gæslumenn hafa í nógu að snúast hérna… nokkrir af leikmönnum Kormáks/Hvatar gerðu atlögu að dómurunum. 9 gæslumenn fylgja dómurunum upp í hús,“ segir í textalýsingu sem Snæbjört Pálsdóttir var með á Fótbolta.net á leiknum.

Manuel Ferriol Martínez leikmaður Tindastóls skoraði öll þrjú mörk liðsins en samkvæmt textalýsingu Fótbolta.net fékk Goran Potkozarac leikmaður gestanna rautt spjald fyrir að taka í háls hans. Tindastóll mætir Gróttu eða Víkingi Ólafsvík í úrslitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið
433Sport
Í gær

Gleðifréttir fyrir Ruben Amorim

Gleðifréttir fyrir Ruben Amorim