fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“

433
Fimmtudaginn 18. september 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Pétur Lýðsson er að leggja skóna á hilluna eftir meira en 500 leiki á Íslandi, tvo Íslandsmeistaratitla, bikarmeistaratitil og fleira til. Guðjón fór yfir sviðið með Helga Fannari Sigurðssyni í Íþróttavikunni hér á 433.is.

Það vakti athygli þegar Guðjón gekk í raðir KA frá Val eftir leiktíðina 2018, en fór svo aftur og skrifaði undir hjá Breiðabliki áður en leiktíðin 2019 hófst. Hann tók því aðeins undirbúningstímabil á Akureyri.

„Þetta voru samt ógeðslega skemmtilegir mánuðir og ég elskaði að vera fyrir norðan. KA var bara ekki á þeim stað sem þeir eru á í dag. Það var ekki staðið við allt sem var verið að bjóða sem endaði með því að ég fékk að fara,“ sagði Guðjón í þættinum og var nánar spurður út í ástæðurnar.

„Það var ekki staðið við launagreiðslur. En ég kunni að meta allt þarna, þjálfarateymið var geggjað og leikmannahópurinn, mikið af efnilegum leikmönnum. Ég var alveg seldur á þetta verkefni og heldur betur búinn að koma mér fyrir á þessum fimm mánuðum með alls konar verkefnum.“

Guðjón var einmitt duglegur að taka að sér verkefni utan fótboltans á ferlinum. „Ég var búinn að kaupa einhverjar íbúðir þarna og var að gera þær upp. Ég var með hálft liðið í vinnu,“ sagði hann og hló.

Viðtalið í heild er í spilaranum og á helstu hlaðvarpsveitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Subbuleg slagsmál í miðborginni náðust á myndband – Lögreglan mátti hafa sig alla við

Subbuleg slagsmál í miðborginni náðust á myndband – Lögreglan mátti hafa sig alla við
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Enn á ný baunað á KSÍ eftir uppákomu í kvöld – „Þessar reglur eru grín og það vita það allir“

Enn á ný baunað á KSÍ eftir uppákomu í kvöld – „Þessar reglur eru grín og það vita það allir“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Chelsea nýtir sér nýja reglu sem UEFA setti í síðustu viku

Chelsea nýtir sér nýja reglu sem UEFA setti í síðustu viku
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

PSG og Real bíða og vona að Arsenal nái ekki að semja við sinn besta varnarmann

PSG og Real bíða og vona að Arsenal nái ekki að semja við sinn besta varnarmann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirmaður FBI mætti og svaraði fyrir málefni í þinginu – Bindið sem hann valdi vekur mikla athygli

Yfirmaður FBI mætti og svaraði fyrir málefni í þinginu – Bindið sem hann valdi vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Boðar hallarbyltingu í Smáranum á næsta ári – Segir að framboð í fyrra hafi verið dæmd ógild

Boðar hallarbyltingu í Smáranum á næsta ári – Segir að framboð í fyrra hafi verið dæmd ógild
433Sport
Í gær

Vilja kaupa Mainoo frá United í janúar

Vilja kaupa Mainoo frá United í janúar
433Sport
Í gær

Félögin græða vel næsta sumar – FIFA stækkar kökuna sem fer til félaga

Félögin græða vel næsta sumar – FIFA stækkar kökuna sem fer til félaga