Sam Mather, ungur leikmaður Manchester United, er á leið til Sameinuðu arabísku furstadæmana samkvæmt nokkrum miðlum á Englandi.
Mather er 21 árs gamall og hefur ekki enn spilað fyrir aðallið United, en er fastamaður í varaliðinu. Var hann þó ekki með í síðasta leik þar og er það talið vegna þess að hann vilji komast til ónefnds liðs í furstadæmunum.
Mather vill ólmur spila aðalliðsfótbolta og var hann nálægt því að fara til Kayserispor í Tyrklandi rétt fyrir lok gluggans þar á dögunum. Það náðist þó ekki í tæka tíð.
Mather hefur verið hjá United frá því hann var barn. Hann hefur verið lánaður til Rochdale og Tranmere í neðri deildunum á þeim tíma. Hann ferðaðist með aðalliðinu til Bandaríkjanna á undirbúningstímabilinu sumarið 2024.