Unai Emery stjóri Aston Villa segir að Jadon Sancho sé ekki í nógu góðu formi og að hann þurfi tíma til að komast í það.
Sancho er á láni frá Manchester United en hann fékk ekki að æfa með liðinu í suamr og virðist ekki hafa verið duglegur sjálfur.
Sancho spilaði sinn fyrsta leik í vikunni þegar liðið tapaði gegn Brentford í enska deildarbikarnum, byrjaði Sancho leikinn.
Sancho fékk færi til að koma Villa í 2-0 og klára leikinn en leikurinn endaði 1-1 og fór í vítaspyrnukeppni.
„Við verðum að byggja upp lið á nýjan leik og verða öflugir, núir leikmenn þurfa að komast sem fyrst inn í hlutina,“ segir Emery.
„Fram á við verðum að fá Sancho í miklu betra form og Harvey Elliott þarf að aðlagast leikstíl okkar.“